mið 23.nóv 2022
De Bruyne hissa á valinu - „Kannski er það út af nafninu"
Kevin de Bruyne með bikarinn
Kevin de Bruyne, leikmaður belgíska landsliðsins, var hissa á því að hafa verið valinn maður leiksins í 1-0 sigrinum á Kanada á HM í kvöld en hann segist ekki hafa átt það skilið.

De Bruyne átti erfiðan leik á miðsvæðinu hjá Belgíu og kom ekki mikið úr því sem hann gerði.

Eftir leikinn var hann valinn besti leikmaðurinn í leiknum og fékk í leiðinni bikar fyrir það afrek en hann skildi lítið í því.

„Mér fannst ég ekki eiga frábæran leik. Ég skil ekki af hverju ég fékk bikarinn. Kannski er það útaf nafninu,“ sagði De Bruyne eftir að hafa fengið verðlaunin.

Thibaut Courtois átti fínasta leik í marki Belga. Hann varði vítaspyrnu Alphonso Davies og varði þá meistaralega frá Jonathan David í síðari hálfleiknum.