fim 24.nóv 2022
Segir Davies með mikið svægi - „Ég er stoltur af Phonzy"
Thibaut Courtois varði vítið frá Davies
Alphonso Davies, leikmaður kanadíska landsliðsins, nýtur fulls trausts frá John Herdman, þjálfara liðsins, þrátt fyrir að hafa klúðrað dauðafæri á að koma Kanada yfir gegn Belgíu á HM í Katar í gær.

Kanada fékk vítaspyrnu snemma leiks og var það Davies sem fór á punktinn.

Davies þykir með bestu vinstri vængmönnum heimsins. Hann er stjarnan í liði Kanada en náði ekki að skora úr vítaspyrnunni og varði Thibaut Courtois nokkuð örugglega. Belgía vann leikinn 1-0, en þetta reyndist afar mikilvægt augnablik í leiknum.

Herdman er ánægður með hugrekkið sem Davies sýndi á mjög svo stóru augnabliki.

„Þegar þú ert með 85 milljón dollara leikmann með þetta svægi, leyðfu honum þá að taka boltann upp og taka vítið. Þetta var stórt augnablik og við vorum að bíða eftir að ná í fyrsta markið. Ég er stoltur af Phonzy, hann var sá sem tók boltann upp,“ sagði Herdman.

„Þetta var stórt augnablik og hann er með heila þjóð á herðum sér eftir 36 ára bið,“ sagði hann í lokin.