fim 24.nóv 2022
„Ronaldo er fullkominn fyrir Arsenal"
David Seaman
Mynd: Getty Images

David Seaman, fyrrum markvörður Arsenal og enska landsliðsins, væri mikið til í að fá Cristiano Ronaldo til félagsins en hann ræddi við TalkTV um portúgalska sóknarmanninn.

Ronaldo er laus allra mála hjá Manchester United eftir að hann komst að samkomulagið við félagið um að rifta samningi sínum.

Leikmaðurinn kom fram í viðtali hjá breska sjónvarpsmanninum Piers Morgan og leysti frá skjóðunni. Margt sem hann sagði var áhugavert en þó var líklega eitthvað betur ósagt.

Þetta skapaði mikla umræðu og neyddist United til að bregðast við en félagið komst að samkomulagi við Ronaldo um að hann myndi yfirgefa félagið. Seaman, sem spilaði með Arsenal í þrettán ár, væri til í að fá hann til Lundúnarliðsins.

„Ronaldo er langt frá því að vera búinn og hann væri fullkominn fyrir Arsenal,“ sagði Seaman við TalkTV.

„Ég myndi klappa fyrir honum því hann er augljóslega að segja sannleikann. Margt sem hann sagði frá er eitthvað sem við höfum áður heyrt.“

„Við höfum heyrt mikið af reyndum leikmönnum kvarta og gagnrýna Manchester United þegar það kemur að æfingasvæðinu og vellinum“

„Það kom mér á óvart og það ætti ekki að vera gerast. Hann hefur spilað alls staðar í heiminum og séð hvernig allt hefur tekið framförum og kemur svo aftur í sinn heitt elskaða klúbb og þar hefur ekkert breyst.“

„Það var margt í þessu viðtali sem ég vissi ekki um eins og hvernig var komið fram við hann,“
sagði Seaman ennfremur.