fim 24.nóv 2022
Man Utd gerir tilboð í Memphis - Ólíklegt að Chelsea bjóði Ronaldo samning
Memphis Depay.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images

Moussa Diaby.
Mynd: EPA

Declan Rice.
Mynd: Getty Images

Hann er þéttur og góður slúðurpakkinn í dag og ýmislegt áhugavert á boðstólnum. Memphis, Ronaldo, Diaby, Laimer, De Ketelaere, Rice og Maddison eru meðal manna sem koma við sögu.

Manchester United mun gera janúartilboð í hollenska sóknarleikmanninn Memphis Depay (28) hjá Barcelona. Memphis yfirgaf Old Trafford 2017. (Sport)

Newcastle United hefur ekki áhuga á að fá portúgalska framherjann Cristiano Ronaldo (37) sem er félagslaus eftir að samningi hans við Manchester United var rift. (Football Insider)

Ólíklegt er að Chelsea geri Ronaldo tilboð þrátt fyrir að hafa sýnt honum áhuga. (Sun)

Ronaldo hafnaði risatilboði frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu síðasta sumar en mun fá annað stórt tilboð frá landinu nú þegar hann er á frjálsri sölu. (Telegraph)

Manchester United ræðir um hvort það eigi að fá inn arftaka Ronaldo í janúar eða fá inn lánsmann sem skammtímalausn og bíða til sumars. (Mail)

Manchester United trúir því að vinsældir félagsins um heiminn muni lokka kaupendur sem voru að hugsa um að kaupa Liverpool í átt að Old Trafford. (Times)

David Beckham er opinn fyrir því að ræða við mögulega kaupendur Manchester United. (Financial Times)

Manchester United vill fá Moussa Diaby (23) frá Bayer Leverkusen til að taka sæti Anthony Martial í liðinu. (Fichajes)

Arsenal og Chelsea hafa áhuga á franska miðjumanninum Adrien Rabiot (27). Tottenham gæti einnig blandað sér í baráttuna um að fá leikmanninn sem verður samningslaus við Juventus í sumar. (Calciomercato)

Chelsea og Liverpool munu missa af Konrad Laimer (25) í janúar þar sem þessi austurríski miðjumaður RB Leipzig vill ganga í raðir Bayern München þegar samningur hans rennur út í sumar. (Bild)

Marokkóski vængmaðurinn Hakim Ziyech (29) vill ekki útiloka það að hann yfirgefi Chelsea í janúarglugganum. (NOS)

Leeds United hefur verið í sambandi við AC Milan og vill fá upplýsingar um stöðu mála hjá belgíska sóknarmanninum Charles de Ketelaere (21). (TeamTalk)

West Ham býst við því að missa enska miðjumanninn Declan Rice (23) á næsta ári til félags sem er í Meistaradeildinni, sama hvað Hamrarnir afreka á þessu tímabili. (Football Insider)

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, vildi fá Rice en spænska félagið keypti Aurelien Tchouameni (22) frá Mónakó í staðinn. (El Nacional)

Spænski framherjinn Marco Asensio (26) segist vilja vera áfram hjá Real Madrid en samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Radio Marca)

Barcelona hefur sagt Xavi að hann geti bara keypt í janúar ef leikmenn verða losaðir fyrst. (Marca)

Atletico Madrid vill kaupa franska sóknarmanninn Marcus Thuram (25) frá Borussia Mönchengladbach. (AS)

Yfirtaka bandarískra fjárfesta á Everton færist nær en málin eru að þróast bak við tjöldin. (Football Insider)

James Maddison (26) gengur erfiðlega að hrista af sér meiðslin og allt stefnir í að hann missi líka af leik Englands gegn Bandaríkjunum annað kvöld. (Mirror)