fim 24.nóv 2022[email protected] Leikvangur í nærmynd: Ég tek hattinn ofan
Al Thumama leikvangurinn. Hatturinn.
Al Thumama leikvangurinn er á besta stað í Doha og er hannaður eftir 'gahfiya' sem er hinn hefðbundni vafni hattur sem innfæddir þekkja vel.
Margir sem ferðast til Katar sjá þennan leikvang út um gluggann á flugvélinni við lendingu en hann er rétt hjá flugvellinum.
Leikvangurinn tekur rúmlega 44 þúsund áhorfendur og á þessum velli héldu Spánverjar sýningu í gær og unnu 7-0 sigur gegn Kosta Ríka.
Tveir leikir hafa þegar farið fram á vellinum en þar verða sex leikir til viðbótar, þar á meðal einn leikur í 16-liða úrslitum og einn í 8-liða úrslitum.