sun 27.nóv 2022
HM í dag - Rosalegur leikur Spánar og Þýskalands
Ungstirnið Gavi.
Önnur umferðin í E- og F_riðlum á HM fer fram í dag og þar best hæst svakalega mikilvægan leik Spánar og Þýskalands sem verður klukkan 19 í kvöld.

Spánverjar léku sér að Kosta Ríka í fyrstu umferðinni en Þýskaland tapaði óvænt gegn Japan í fyrstu umferðinni. Þjóðverjar áttu fínan leik í fyrri hálfleik en allt hrundi eins og spilamennska hjá þeim í seinni hálfleik. Það er mikil pressa á þýska liðinu og þjálfaranum Hansi Flick. Þýskaland endaði í neðsta sæti riðils síns á HM 2018 og hætta á að liðið sitji aftur eftir.

Í F-riðli mætast Belgía og Marokkó og þá leikur Króatía gegn Kanada.

HM: E-riðill
10:00 Japan - Kosta Ríka
19:00 Spánn - Þýskaland

HM: F-riðill
13:00 Belgía - Marokkó
16:00 Króatía - Kanada