fös 25.nóv 2022
Í fyrsta sinn í 35 leikjum hjá Dan James
Byrjar á bekknum í dag.
Daniel James, leikmaður Leeds sem spilar á láni hjá Fulham, hefur verið lykilmaður í liði Wales í síðustu keppnisleikjum.

Fyrir leikinn gegn Íran í 2. umferð B-riðils á HM hafði James byrjað síðustu 35 keppnisleikji Wales.

Hann er hins vegar ekki í byrjunarliðinu gegn Íran í dag, heldur tekur sér sæti á bekknum. Kiefer Moore, leikmaður Bournemouth, kom inn á fyrir James í 1. umferðinni gegn Bandaríkjunum og byrjar í hans stað í dag.

Leikur Wales gegn Bandaríkjunum breyttist við skiptinguna og landsliðsþjálfarinn Rob Page hefur ákveðið að byrja með Moore í dag.

Það er spurning hvort James, sem býr yfir miklum hraða, geti nýst Wales seinna í leiknum sem varamaður.