sun 27.nóv 2022
Benedikt Bóas spáir í Japan - Kosta Ríka
Tvífarar dagsins Cristiano Ronaldo og Benedikt Bóas.
Japan byrjaði HM á óvæntum sigri gegn Þýskalandi en í dag leikur liðið gegn Kosta Ríka í morgunleiknum.

Blaðamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn síkáti Benedikt Bóas Hinriksson er spámaður Fótbolta.net fyrir þennan leik. Mælum með Íþróttavikunni á Hringbraut á föstudagskvöldum!Japan 4 - 0 Kosta Ríka
Kosta Ríka er fallbyssufóður á þessu móti. Sjö núll tap gegn Spánverjum í fyrsta leik og ég ætla að giska að Luis Fernando Suarez þjálfari sé ekki búinn að finna nein svör frá þeim leik.

Þetta verður því gönguferð í garðinum fyrir Japani sem munu vekja aftur athygli fyrir að ganga frá í klefanum eftir leik. Þeir munu skora tvö í fyrri hálfleik og tvö undir lokin. Krúsa rólega í 4-0.