fös 25.nóv 2022
Miklu minni áhugi á mótinu í Noregi núna en fyrir fjórum árum
Það er miklu minni áhugi á heimsmeistaramótinu núna en fyrir fjórum árum norsku þjóðinni.

Frá þessu er sagt hjá Aftenposten en þar segir að meðaltali hafi 188 þúsund manns horft á leikina í riðlakeppninni á HM í Katar til þessa.

Til samanburður þá horfðu 521 þúsund manns að meðaltali á leikina í riðlakeppninni á mótinu fyrir fjórum árum í Rússlandi.

„Þetta er sérstakt mót að mörgu leyti. Það hefur aldrei verið HM á þessum árstíma eða í landi þar sem gagnrýnin hefur verið álíka mikil vegna mannréttindabrota. Það hefur áhrif á tölurnar," segir Espen Olsen Langfeldt hjá norska ríkisútvarpinu.

Það má álykta að nokkur fjöldi Norðmanna sé að sniðganga mótið af mannúðarástæðum. Það hefur líka áhrif að mótið sé um vetur og leiki séu snemma dags.