fös 25.nóv 2022
Van Gaal ósáttur við frammistöðuna
Louis van Gaal
Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins, var allt annað en sáttur við frammistöðu sinna manna í 1-1 jafnteflinu gegn Ekvador á HM í kvöld.

Hollendingar áttu ævintýralega slakan leik gegn Ekvador og áttu aðeins tvö skot í leiknum.

Liðið skoraði úr fyrra skotinu er Cody Gakpo lét vaða rétt fyrir utan teig.

Eftir það var leikurinn meira og minna í eign Ekvador en Hollendingar geta prísað sig sæla að hafa ekki tapað leiknum.

„Aftur vorum við slakir með boltann. Liðið vill þetta klárlega en þú verður að hafa gæðin til að sýna það.“

„Við töpuðum öllum baráttum og gáfum boltann frá okkur alltof oft. Það er eiginlega magnað hvernig við spiluðum þennan leik,“
sagði Van Gaal eftir leik.