lau 26.nóv 2022
Byrjunarlið Túnis og Ástralíu: Hrustic meðal varamanna
Jalel Kadri, landsliðsþjálfari Túnis.
Fyrsti leikur dagsins á HM er viðureign Túnis og Ástralíu í D-riðli. Túnis gerði markalaust jafntefli við Danmörku í fyrstu umferð en Ástralía steinlá gegn Frakklandi 4-1.

Sóknarleikmaðurinn Wahbi Khazri, leikmaður Montpellier, var óvænt ekki í byrjunarliði Túnis gegn Danmörku og hann er áfram á bekknum. Miðjumaðurinn Hannibal Mejbri (19 ára), sem er hjá Birmingham á lánssamningi frá Manchester United byrjar líka aftur á bekknum.

Mathew Leckie, sóknarmaður Melbourne City, er markahæsti leikmaðurinn í landsliðshóp Ástralíu með 13 mörk og er á sínum stað í byrjunarliðinu.

Ástralski sóknarmiðjumaðurinn Ajdin Hrustic sem spilar fyrir Hellas Verona er að glíma við smávægileg ökklameiðsli og byrjar á bekknum.

Dómari leiksins er Daniel Siebert frá Þýskalandi og spilað er á Al Janoub leikvangnum.

Byrjunarlið Túnis: Dahmen; Drager, Talbi, Meriah, Bronn, Abdi; Skhiri, Laïdouni, Sliti; Msakni, Jebali

Byrjunarlið Ástralíu: Ryan; Behich, Karacic, Rowles, McGree; Mooy, Souttar, Irvine; Goodwin, Duke, Leckie