lau 26.nóv 2022
Sjáðu mörkin: Mbappe með bæði mörk Frakka

Frakkland og Danmörk áttust við í 2. umferð D-riðils á HM.



Frakkar unnu 2-1 og eru á toppnum með 6 stig en Danmörk með aðeins 1 stig. Frakkland hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum en Danir fara í úrslitaleik gegn Áströlum.

Kylian Mbappe kom Frakklandi yfir á 61. mínútu en Danir svöruðu vel og Andreas Christensen jafnaði metin aðeins sjö mínútum síðar. En Mbappe skoraði annað mark sitt og tryggði Frökkum sigurinn.