lau 26.nóv 2022
Shaw segir Englendinga ekki fagna óförum annara eins og Wales gerði

England er í fínum málum í B-riðli en liðinu dugir stig gegn Wales í lokaumferðinni til að komast áfram. Wales þarf hins vegar að vinna til að eiga einhvern möguleika.England gerði markalaust jafntefli gegn Bandaríkjunum en liðið sýndi ekki mikla sóknartilburði í þeim leik.

England tapaði eftirminnilega fyrir Íslandi á EM 2016 en Walesverjar voru gríðarlega ánægðir með það þar sem myndband fór á flug af leikmönnum liðsisn fagna sigri Íslands.

Luke Shaw leikmaður enska landsliðsins segir að þeir munu ekki gera það sama ef Wales fellur úr leik.

„Mér finnst við vera mjög kurteis hópur. Við gerum hlutina rétt. Það vill Southgate gera. Við erum mjög kurteisir," sagði Shaw.