sun 27.nóv 2022
Messi: Þungu fargi létt af okkur

Lionel Messi fyrirliði Argentínu segir að það sé þungu fargi létt af leikmönnum Argentínu eftir sigur liðsins á Mexíkó í gær.Eftir óvænt tap gegn Sádí Arabíu varð Argentína að vinna gegn Mexíkó til að halda sæti sínu á HM.

„Við bjuggumst ekki við því að tapa fyrsta leiknum og dagarnir fram að leiknum gegn Mexíkó voru langir. Við vildum fá tækifæri til að breyta aðstæðunum," sagði Messi.

„Við vissum að ef við myndum ekki vinna værum við úr leik og ef við myndum vinna væri þetta í okkar höndum. Sem betur fer unnum við og ég er mjög ánægður með það. Það er þungu fargi létt af okkur og við getum byrjað upp á nýtt gegn Póllandi,"

Síðasta umferðin í riðli Argentínu, C riðli, fer fram á miðvikudaginn.