sun 27.nóv 2022
Ronaldo fær risa tilboð frá Sádí-Arabíu - Bayern á eftir Rice
Cristiano Ronaldo.
Bayern vill fá Rice.
Mynd: Getty Images

Ten Hag vill fá Gakpo.
Mynd: Getty Images

McKennie til Spurs?
Mynd: Getty Images

Ronaldo, Rice, Kane, Gakpo, Leao, Bellingham, McKennie og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman.
_______________________________Cristiano Ronaldo, 37 ára gamall framherji Portúgals, er búinn að fá tilboð frá Sádí-Arabíu. Al Nassr hefur boðið honum þriggja ára samning sem er 186 milljóna punda virði. (CBS)

Bayern Munchen er búið að bætast í slaginn um miðjumann West Ham, Declan Rice (23). (El Nacional)

Tottenham er ekki ennþá byrjað að ræða vð Harry Kane varðandi nýjan samning en núverandi samningur hans rennur út árið 2024. Spurs þarf að bjóða þessum 29 ára gamla sóknarmanni ansi góðan samning ef liðið á að halda honum. (Football Insider)

Arsenal er líklegasta liðið til að vinna baráttuna um Mykhaylo Mudryk en hann er leikmaður Shakhtar Donetsk. Shakhtar hefur lækkað verðmiðann á kappanum niður í 40 milljónir punda auk bónusgreiðsla. (Mirror)

Erik ten Hag hefur beðið stjórn Manchester United um að kaupa framherja í það skarð sem Cristiano Ronaldo skilur eftir sig. Þeir sem eru á blaði hjá Ten Hag eru Coady Gakpo (23), leikmaður PSV í Hollandi og Rafael Leao (23), leikmaður AC Milan. (ESPN)

Liverpool ætlar einnig að eyða í janúar glugganum þrátt fyrir óvissuna tengda eigendunum. (Football Insider)

Manchester United hefur dregist aftur úr í baráttunni um leikmann Dortmund, Jude Bellingham (19). (Sky Sports Germany)

Það eru mörg lið í Bandaríkjunum sem hafa áhuga á að fá Lionel Messi til liðsins þegar samningurinn hjá þessum 35 ára gamla leikmanni rennur út hjá PSG. (90min)

Manchester City hefur boðið hinum 28 ára gamla Bernardo Silva, nýjan samning hjá félaginu. Hann var nálægt því að ganga til liðs við Barcelona í sumar. (Football Insider)

Alejandro Balde, 19 ára bakvörður Barcelona, segir að Manchester United sé það lið sem hann væri til í að spila með fyrir utan Barcelona. (Mundo Deportivo)

Tottenham hefur áhuga á leikmanni Juventus og bandaríska landsliðsins, Weston McKennie (24). (CBS)

Everton er með lista yfir leikmenn sem þeir vilja kaupa í janúar til að styrkja sóknarleik sinn. (Liverpool Echo)

West Ham og Everton hafa bæst við í slaginn um hinn 18 ára leikmann frá Kólumbíu, Jhon Duran. Hann er leikmaður Chicago Fire en Manchester United og Liverpool eru einnig orðuð við hann. (Sun)

Leeds United, Everton, West Ham og Leicester vilja öll fá Boulaye Dia, 26 ára leikmann Villareal sem er á láni hjá Salernitala á Ítalíu. (CBS)

Leicester, Brighton og Nottingham Forest vilja fá Etienne Camara (19), miðjumann Huddersfield. (Sun)

Xavi, þjálfari Barcelona, segir að hann hafi tala við ungstirnið Endrick undir fjögur augu en hann er að reyna sannfæra Brassann um að koma til Börsunga. (ESPN)