sun 27.nóv 2022
Dalic biður þjálfara Kanada um að sýna Króatíu virðingu eftir ummæli sín

Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, vill fá meiri virðingu frá John Herdman, þjálfara Kanada en hann sagði að leikmenn sýnir myndu ríða króatíska landsliðinu, eins og hann orðaði það.Kandada spilaði mjög vel gegn Belgíu í fyrsta leik liðsins í F-riðli en fékk hins vegar ekkert stig úr leiknum. Liðið klikkaði á vítaspyrnu og fleiri góðum færum. 

Herdman sagði við liðið sitt að það ætti klárlega heima á stærsta sviðinu og nú ætluðu þeir sér að ríða Króötunum í næsta leik.

Herdman baðst síðar afsökunar á þessum ummælum en Dalic var ekki sáttur við þetta.

„Við höfnuðum í öðru sætinu á síðasta Heimsmeistaramóti og við eigum skilið virðingu. Ég ætla ekki að staldra lengi við þessi ummæli."

„Við berum virðingu fyrir öðrum og búumst við því sama."

Liðin mætast í dag klukkan 16.

Sjá einnig:
Króatískur miðill spyr þjálfara Kanada hvort hann sé með hreðjar