sun 27.nóv 2022
[email protected]
Króatískur miðill spyr þjálfara Kanada hvort hann sé með hreðjar
Króatar tóku alls ekki vel í ummæli John Herdman, landsliðsþjálfara Kanda en hann sagði eftir leik liðsins gegn Belgum að þeir ætla sér að ríða Króötum í næsta leik.
Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, bað um meiri virðingu en Herdman baðst afsökunar á ummælum sínum.
Króatískir miðlar hafa nú tekið Herdman í gegn en á einum þeirra, 24 sata, er birt mynd af Herdman þar sem hann er nakinn og fáni Kanada settur fyrir munn hans og kynfæri.
„Þú ert með kjaft. Ertu með hreðjar líka?" skrifa Króatarnir við þessa mynd sem sett er á forsíðuna.
Ljóst er að það gæti orðið hiti í leiknum á eftir en Króatía og Kanda mætast klukkan 16.
|