mán 28.nóv 2022
[email protected]
Ómar Ingi spáir í Brasilía - Sviss
 |
Ómar Ingi Guðmundsson. |
Hið stórskemmtilega lið Brasilíu vann flottan sigur gegn Serbum í fyrstu umferð G-riðils og mætir Sviss í dag. Svisslendingar unnu nauman 1-0 sigur gegn Kamerún í fyrstu umferð.
Leikur Brasilíu og Sviss hefst klukkan 16 og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, spáir fyrir Fótbolta.net.
Brasilía 2 - 0 Sviss Brasilía er eitt af þremur líklegustu liðunum til að vinna mótið að mínu mati og Sviss mun ekki ná að halda aftur af þeim í þessum leik. Ég spái því að eftir úrslit fyrstu umferðar þá mun Sviss leggja ofur áherslu á að halda í jafnteflið en þrátt fyrir að Neymar vanti þá vinnur Brasilía 2-0 aftur þar sem Richarlison og Marquinhos skora mörkin.

|