sun 27.nóv 2022
Aðstoðarþjálfari Argentínu táraðist þegar Messi skoraði
Maradonna og Aimar.

Argentína vann gífurlega mikilvæga sigur á Mexíkó í gær í C-riðli en riðilinn er enn galopinn og allt getur gerst.



Argentína tapaði mjög óvænt gegn Sádí-Arabíu í fyrsta leiknum og liðið hefði því dottið úr leik ef það hefði tapað gegn Mexíkó í gær.

Mikill hiti var á vellinum og í stúkunni enda gífurlega mikið undir. Markalaust var í hálfleik í jöfnum og hörðum leik.

Það var að sjálfsögðu Lionel Messi sem steig upp þegar Argentína þurfti mark og hann skoraði frábært mark með skoti utan teigs.

Tilfinningarnar báru aðstoðarþjálfara Argentínu ofurliði, Pablo Aimar. Hann táraðist á bekknum eftir að Messi skoraði en eftir markið trylltist allt úr fögnuði, skiljanlega.

Argentína mætir Póllandi í lokaumferðinni.