sun 27.nóv 2022
Byrjunarlið Króatíu og Kanada: Ein breyting á hvoru liði
Modric er fyrirliði Króatíu.

Síðari leikur dagsins í F-riðlinum á Heimsmeistaramótinu í Katar fer fram klukkan 16 en þá mætast Króatía og Kanada.Króatía er með eitt stig en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Marokkó í fyrsta leik á meðan Kanada tapaði 1-0 gegn Belgum. Kanada spilaði mjög vel í leiknum og kom mörgum á óvart en liðið var óheppið að taka ekki allavega eitt stig.

Leikurinn fer fram á Khalifa International leikvangnum og dómari leiksins verður Andres Matonte en hann kemur frá Úrúgvæ.

Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér fyrir neðan.

Króatar gera eina breytingu á sínu liði. Livaja kemur inn fyrir Vlasic á vænginn.

Kanada gerir einnig eina breytingu á liði sínu. Cyle Larin kemur inn fyrir Junior Hoilett.

Króatía: Livakovic; Juranovic, Lovren, Gvardiol, Sosa; Modric, Brozovic, Kovacic; Kramaric, Livaja, Perisic.

Kanada: Borjan; Laryea, Johnston, Vitoria, Miller, Davies; Buchanan, Hutchinson, Eustáquio, Larin; David.