sun 27.nóv 2022
Tite um Neymar: Þetta verður að stöðva
Mynd: EPA

Tite, landsliðsþjálfari Brasilíu, er ósáttur að dómarar verndi Neymar ekki meira en raun ber vitni.Neymar meiddist í sigri Brasilíu gegn Serbíu í fyrstu umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins og lék Neymar listir sínar.

Serbar voru ófeimnir við að sparka framherjann knáa niður og að lokum meiddist hann og fór kvalinn af velli með stökkbólginn ökkla.

„Ef við viljum fagna fótbolta þá verðum við að taka harðar á brotum gegn einstaka leikmönnum. Þegar heilt lið einbeitir sér að því að sparka bara einn leikmann niður - þetta verður að stöðva," sagði Tite á fréttamannafundi fyrir toppslag Brasilíu gegn Sviss sem verður spilaður á morgun.

Neymar tók fyrst þátt á HM 2014 og hefur verið brotið á honum 53 sinnum síðan þá - 11 sinnum meira en næsta manni. Serbar brutu á Neymar níu sinnum í fyrstu umferð og var ekki brotið meira á neinum öðrum leikmanni í Katar.

Neymar missir af riðlakeppninni, rétt eins og liðsfélagi sinn Danilo, en þeir gætu báðir verið klárir í slaginn fyrir útsláttarkeppnina.

„Ég hef trú á að Neymar og Danilo muni spila aftur á þessu móti. Ég get þó ekki lofað neinu."