sun 27.nóv 2022
Byrjunarlið Spánverja og Þjóðverja: Havertz bekkjaður
Mynd: Getty Images

Spánverjar mæta Þjóðverjum í fyrsta risaslag heimsmeistaramótsins.Hér er um gríðarlega mikilvæga viðureign að ræða í ljósi þess að Þýskaland tapaði óvænt gegn Japan í fyrstu umferð - á meðan Spánn rúllaði yfir Kosta Ríka með sjö mörkum gegn engu.

Spánverjar gera aðeins eina breytingu á sínu liði á milli leikja þar sem Dani Carvajal kemur inn í hægri bakvarðarstöðuna í stað Cesar Azpilicueta.

Þjóðverjar gera tvær breytingar frá tapinu gegn Japan þar sem Leon Goretzka tekur sæti Kai Havertz í byrjunarliðinu og Thilo Kehrer kemur inn í vörnina fyrir Nico Schlotterbeck.

Spánn: Simon, Carvajal, Rodrigo, Laporte, Alba, Busquets, Pedri, Gavi, Asensio, F. Torres, Olmo. 
Varamenn: Sanchez, Raya, P. Torres, Garcia, Balde, Azpilicueta, Llorente, Guillamon, Fati, Koke, Morata, Pino, Sarabia, Soler, Williams

Þýskaland: Neuer, Rudiger, Sule, Raum, Kehrer, Kimmich, Goretzka, Gundogan, Gnabry, Muller, Musiala. 
Varamenn: Trapp, Ter Stegen, Schlotterbeck, Klostermann, Hofmann, Günter, Ginter, Füllkrug, Brandt, Adeyemi, Bella-Kotchap, Götze, Havertz, Moukoko, Sane,