sun 27.nóv 2022
Inter Miami nálgast Messi - Busquets og Suarez á leiðinni?

The Times greinir frá því að Inter Miami sé nálægt því að semja við Lionel Messi og gera hann að launahæsta leikmanni í sögu MLS deildarinnar.Hinn 35 ára gamli Messi leiðir argentínska landsliðið á HM og ljóst að ferli hans er ekki nærri lokið þrátt fyrir hækkandi aldur.

Times segir að heimildarmenn sínir innan raða Miami séu vongóðir um að Messi muni koma til félagsins á frjálsri sölu næsta sumar. Þá gætu þeir krækt í Sergio Busquets, Cesc Fabregas og Luis Suarez til að hjálpa Messi í aðlögunarferlinu.

Spænski miðillinn COPE greinir frá því að Busquets muni fara til Miami á frjálsri sölu næsta sumar, þegar samningur hans við Barcelona rennur út. Busquets er 34 ára gamall.