sun 27.nóv 2022
Íran kvartar til FIFA útaf myndbreytingu Bandaríkjanna

Íranska knattspyrnusambandið er búið að leggja inn formlega kvörtun til FIFA vegna myndbirtinga á samfélagsmiðlum bandaríska landsliðsins.Bandaríska landsliðið fjarlægði merki íslamska ríkisins, merki Allah, af fána Íran í myndbirtingum sínum tengdum leiknum. Þessi ákvörðun var tekin sem stuðningstákn við konur í Íran sem eiga undir högg að sækja þessa dagana vegna ofsókna ríkisstjórnarinnar.

Íranska ríkisstjórnin tók vægast sagt illa í þessa breytingu á fánanum sínum og hefur bandaríska landsliðið uppfært færslurnar eftir kvörtun frá Íran. Bandaríkjamenn ítrekuðu þó stuðning sinn til kvenþjóðar Íran er þeir tóku myndirnar niður.

Íranska ríkisstjórnin hefur ásakað Bandaríkin og önnur ríki um að spila sinn þátt í að auka mótmælaólguna sem hefur ríkt í landinu undanfarna mánuði.

Bandaríkin og Íran hafa ekki átt í diplómatískum samskiptum síðan 1980.