sun 27.nóv 2022
Liverpool ræður Jonathan Power sem liðslækni

Liverpool er búið að ráða nýjan liðslækni til félagsins enda hafa Jürgen Klopp og starfsteymi hans þurft að glíma við mikil meiðslavandræði síðustu tímabil.Jonathan Power heitir nýi læknirinn og fer hann með liðinu í æfingaferð til Dúbaí í desember.

Power var læknir enska landsliðsins í níu ár og starfaði meðal annars með U17 og U19 liðunum sem unnu HM og EM.

Þá var hann læknir hjá Brentford frá 2019 til 2021 auk þess að hafa verið læknir hjá Leeds Rhinos og Yorkshire Carnegie í rúgbí.

Power tekur við keflinu af Jim Moxon sem hefur verið liðslæknir Liverpool undanfarin ár.