mán 28.nóv 2022
Rússneska knattspyrnusambandið skoðar að færa sig yfir til Asíu
Rússland íhugar að segja sig úr UEFA.

Rússneska knattspyrnusambandið er að skoða að færa sig úr evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, og yfir í asíska knattspyrnusambandið, AFC.



Alexander Dyukov, forseti knattspyrnusambandsins, segist vera að skoða þennan möguleika alvarlega.

Rússnesk félagslið mega ekki taka þátt í keppnum á vegum UEFA og þá mega rússnesk landslið ekki keppa í mótum á vegum FIFA vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Asíska knattspyrnusambandið er þekkt fyrir að horfa framhjá alskyns brotum þjóðarleiðtoga og gætu Rússar því notið sín þar.

Breytingin hefði vissulega neikvæð áhrif á vilja leikmanna til að ganga til liðs við rússnesk félagslið þar sem þau gætu ekki lengur tekið þátt í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni.