|
mán 28.nóv 2022
[email protected]
Byrjunarlið Kamerún og Serbíu: Vlahovic á bekknum
 |
Mitrovic byrjar. |
2. umferð G-riðils fer fram í dag en klukkan 10 mætast liðin sem töpuðu í fyrstu umferð; Kamerún og Serbíu. Brasilía vann Serba í fyrstu umferð og Kamerún tapaði naumlega fyrir Sviss.
Bæði lið þurfa því að sækja til sigurs og því verður vonandi boðið upp á skemmtilegan morgunleik.
Dusan Vlahovic er áfram á varamannabekk Serba en Aleksandar Mitrovic er í fremstu víglínu. Vængmaðurinn Filip Kostic er klár í slaginn en hann spilaði ekki með Serbum gegn Brössum.
Sóknarmennirnir Eric Maxim Choupo-Moting og Bryan Mbeumo eru í sóknarlínu Kamerún. Miðjumaðurinn Olivier Ntcham er meiddur og spilar ekki meira í riðlakeppninni.
Mohammed Abdulla Hassan Mohamed frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum dæmir leikinn sem spilaður er á Al Janoub leikvangnum.
Byrjunarlið Kamerún: Castelletto, N’Koulou, Tolo, Zambo, Kunde, Hongla, Mbeumo, Choupo-Moting, Toko Ekambi.
(Varamenn: Ngapandouetnbu, Mbekeli, Wooh, Ondoua, Ngamaleu, Nkoudou, Nsame, Aboubakar, Bassogog, Gouet, Mbaizo, Ntcham, Ebosse, Marou) Byrjunarlið Serbíu: Vanja Milinkovic-Savic, Milenkovic, Veljkovic, Pavlovic, Zivkovic, Lukic, Maksimovic, Kostic, Tadic, Sergej Milinkovic-Savic, Aleksandar Mitrovic
(Varamenn: Dmitrovic, Erakovic, Radonjic, Gudelj, Jovic, Rajkovic, Stefan Mitrovic, Babic, Vlahovic, Racic, Djuricic, Lazovic, Ilic, Mladenovic, Grujic)
|
|
|
 |
|