mán 28.nóv 2022
Vilja gera Messi launahæstan í sögunni en honum liggur ekkert á
Lionel Messi.
Það er búist við því að Lionel Messi verði áfram í evrópskum fótbolta allavega til ársins 2024.

The Times sagði nýverið frá því að Inter Miami í Bandaríkjunum - félag sem er að hluta til í eigu David Beckham - væri tilbúið að gera Messi að launahæsta leikmanni í sögu MLS-deildarinnar.

Samningur hins 35 ára gamla Messi hjá Paris Saint-Germain rennur út eftir tímabilið og það er óvíst hvað hann gerir næsta sumar.

En það er samt sem áður talið líklegast að hann verði áfram í Evrópu í eitt tímabil til viðbótar hið minnsta.

Líklegast er að Messi verði áfram í PSG en þessi magnaði fótboltamaður hefur einnig verið orðaður við sitt gamla félag, Barcelona.