mán 28.nóv 2022
Onana spilar ekki meira á mótinu - Farinn heim
Andre Onana.
Andre Onana er ekki í leikmannahópi Kamerún sem núna spilar gegn Serbíu á HM.

Onana, sem er líklega stærsta stjarnan í liði Kamerún, var í markinu í 1-0 tapi gegn Sviss í fyrsta leiknum en var hent út úr hópnum fyrir leikinn í dag.

Ástæðan fyrir því að Onana er hent úr hópnum er sögð vera ágreiningur við þjálfarann, Rigobert Song. Onana er mikill nútímamarkvörður en Song vildi fá gamla skólann af markverði, þar að segja markvörð sem heldur sig bara á línunni og gerir lítið sem ekkert með fótunum. Onana var ekki sammála þjálfara sínum.

Onana hefur ákveðið að yfirgefa hópinn og er það ljóst að hann mun ekki spila meira á mótinu.

Þegar þessi frétt er skrifuð, þá er Serbía 3-1 yfir gegn Kamerún. Hópurinn allur virðist vera á leið heim líkt og Onana.