mán 28.nóv 2022
Byrjunarlið Suður-Kóreu og Gana: Jordan Ayew og Lamptey koma inn
Lamptey byrjar.
Klukkan 13:00 hefst viðureign Suður-Kóreu og Gana í H-riðli. Suður-Kórea er með eitt stig eftir jafntefli gegn Úrúgvæ í fyrstu umferð riðilsins en Gana er án stiga eftir tap gegn Portúgal.

Sjá einnig:
Júlli Magg spáir í Suður-Kórea - Gana

Klukkan 19:00 mætast svo Portúgal og Úrúgvæ í lokaleik dagsins.

Þrjár breytingar eru á liði Suður-Kóreu. Inn koma Cho Guesung, Jeong Wooy og Chang-Hoon Kwon. Ganverjar gera einnig þrjár breytingar á sínu liði. Jordan Ayew, Tariq Lamptey og Gideon Mensah koma inn í liðið. Þrír varnarmenn úr síðasta leik taka sér sæti á bekknum, Ganverjar fara úr fimm manna varnarlínu í fjögurra manna.

Suður-Kórea: Kim, Kim, Kim, Kim, Kim, Hwang, Jung, Kwon, Jeong, Son, Cho

Gana: Ati Zigi; Lamptey, Salisu, Amartey, Mensah; Abdul Samed, Partey, Kudus; A.Ayew, J.Ayew, Iñaki Williams