mán 28.nóv 2022
HM: Sex mörk skoruð í hressandi morgunleik
Kamerún fagnar marki.
Mitrovic var á skotskónum.
Mynd: EPA

Kamerún 3 - 3 Serbía
1-0 Jean Charles Castelletto ('29 )
1-1 Sergej Milinkovic-Savic ('45 )
1-2 Strahinja Pavlovic ('45 )
1-3 Aleksandar Mitrovic ('53 )
2-3 Vincent Aboubakar ('63 )
3-3 Eric Choupo-Moting ('66 )

Kamerún og Serbía áttust við í einum skemmtilegasta leik heimsmeistaramótsins til þessa, ef ekki þess skemmtilegasta.

Þessi leikur var aldrei að fara að enda með markalausu jafntefli, það var alveg ljóst.

Allt stefndi í að Kamerún færi inn í hálfleikinn með forystuna eftir mark Jean-Charles Castelletto af stuttu færi en í uppbótartíma fyrri hálfleiksins komu tvö mörk frá Serbum.

Á fyrstu mínútu uppbótartímans jafnaði Strahinja Pavlovic, miðvörður Red Bull Salzburg, með skalla eftir aukaspyrnu og tveimur mínútum síðar skoraði Sergej Milinkovic-Savic, leikmaður Lazio. Devis Epassy, markvörður Kamerún, átti klárlega að gera betur.

Í byrjun seinni hálfleiks skoraði Aleksandar Mitrovic þriðja mark Serbíu og staða þeirra orðin mjög góð, mjög þægileg.

En Kamerún gefst ekki upp. Þeir sýndu það í þessum leik. Sóknarmaðurinn Vincent Aboubakar kom inn af bekknum og hann breytti leiknum fyrir sína menn.

Aboubakar jafnaði með því að afgreiða boltann mjög svo snyrtilega í netið á 63. mínútu. Flaggið fór á loft en það var engin rangstaða. Líklega besta afgreiðsla mótsins til þessa.

Þremur mínútum jafnaði svo Eric Maxim Choupo-Moting metin eftir sendingu frá Aboubakar. Staðan orðin 3-3; miklar sviptingar í þessu.

Bæði lið reyndu hvað þau gátu til að ná inn sigurmarki en allt kom fyrir ekki og jafntefli niðurstaðan í þessum leik. Bæði þessi lið eru núna með eitt stig fyrir lokaumferðina. Liðin tvö eiga bæði áfram möguleika á því að fara áfram. Brasilía og Sviss mætast í þessum riðli síðar í dag.