mán 28.nóv 2022
Ítölsk stórlið vilja hinn 18 ára gamla Fresneda
Ivan Fresneda hélt nýlega upp á 18 ára afmæli sitt en hann hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína í bakverði Real Valladolid á tímabilinu.

Fresneda hefur unnið sér inn byrjunarliðssæti og fengið talsvert lof.

Í tölfræðinni skorar hann hátt yfir tæklingar, stöðvaðar sóknir og hreinsanir.

Sevilla er sagt horfa til hans sem arftaka Jesus Navas í hægri bakverðinum en fær samkeppni frá ítölskum stórliðum.

Juventus, Roma, Inter og Milan hafa öll áhuga á Fresneda sem er U19 landsliðsmaður Spánar.