mán 28.nóv 2022
Cafu hrósar Ancelotti - „Rosalega góður að bæta unga leikmenn"

Cafu fyrrum landsliðsmaður Brasilíu hrósar fyrrum stjóra sínum, Carlo Ancelotti, fyrir að gera Vinicius Junior af þeim leikmanni sem hann er í dag.Vinicius var líflegur í leik Brasilíu og Sviss og skoraði mark sem var síðan dæmt af vegna rangstöðu. Cafu var spurður hversu mikilvægur Ancelotti hefur verið fyrir feril Vinicus.

„Rosalega, hann er rosalega góður að bæta unga leikmenn. Hann hefur náð að láta kenna honum að spila, ekki sem einstaklingur heldur meira fyrir liðið," sagði Cafu.

Cafu var undir stjórn Ancelotti hjá AC Milan fyrir um 20 árum síðan en hann vann Serie A tvisvar, einu sinni með Roma og einu sinni með Milan. Þá var hann tvöfaldur heimsmeistari með Brasilíu.