mán 28.nóv 2022
Nuno Mendes grét þegar hann fór meiddur af velli

Nuno Mendes bakvörður portúgalska landsliðsins og PSG var tæpur fyrir leik liðsins gegn Úrúgvæ en var þó talinn nógu klár til að byrja leikinn.Fjörið entist ekki lengi og þurfti hann að fara af velli undir lok fyrri hállfeiks. Mendes er aðeins tvítugur að aldri og er að spila á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.

Þetta er því mikið áfall fyrir leikmanninn sem grét þegar hann gekk af velli. Hann var að kljást við einhver vöðvameiðsli sem virtust hafa tekið sig upp aftur.

Hann var valinn í landsliðshópinn fyrir EM 2020 en gat ekkert tekið þátt vegna meiðsla.