mán 28.nóv 2022
[email protected]
Fernandes kom Portúgal yfir - Maður með regnbogafánann hljóp inn á völlinn
Bruno Fernandes hefur komið Portúgal yfir gegn Úrúgvæ. Hann átti sendingu á Ronaldo sem reyndi að skalla boltann í netið en hann virtist missa af honum og boltinn skoppaði í netið. Markið var upphaflega skráð á Ronaldo, sem fagnaði eins og hann hefði skorað, en því var breytt og Bruno fær markið skráð á sig.
Rétt áður en markið kom ruddist áhorfandi inn á völlinn með regnbogafánann í hendinni. Samkynhneigð er bönnuð í Katar og má búast við því að þessi einstaklingur eigi yfir höfði sér slæman dóm. Maðurinn var í Súperman bol sem á stóð 'Save Ukraine' eða 'Bjargið Úkraínu' og aftan á stóð 'Virðing fyrir írönskum konum'. Markið og áhorfandann má sjá hér fyrir neðan.
|