mán 28.nóv 2022
[email protected]
Portúgal átti ekki að fá víti - Mynd af Ragga Sig í kennslubókinni
 |
Bruno Fernandes hér fyrir miðju |
Portúgal er komið í 16 liða úrslitin eftir 2-0 sigur á Úrúgvæ en Bruno Fernandes skoraði bæði mörkin.
Það fyrra skoraði hann þegar hann ætlaði að senda fyrirgjöf á Cristiano Ronaldo en sendingin endaði í fjærhorninu án þess að nokkur maður kom við boltann. Það síðara kom úr víti en dómurinn var ansi umdeildur. José María Giménez fékk boltann í hendina en Dale Johnson hjá ESPN bendir á að samkvæmt reglubókunum átti þetta ekki að vera víti. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. Johnson setti inn mynd af Ragnari Sigurðssyni fyrrum landsliðsmanni Íslands og notar hana sem sýnidæmi. Ef boltinn fer í höndina sem er á leið í jörðina til að verja líkamann fyrir falli er það ekki víti.
|