mán 28.nóv 2022
Bruno: Við erum ánægðir sama hver skoraði
Bruno Fernandes er alveg sama hver skorar mörkin en hann var bara ánægður með að tryggja sætið í 16 liða úrslitum með sigri á Úrúgvæ í kvöld.

Fernandes skoraði bæði mörkin en það fyrra var afar umdeilt þar sem boltinn strauk hárið á Cristiano Ronaldo á leið í netið.

„Við erum ánægðir með sigurinn sama hver skoraði. Það mikilvægasta er að við náðum markmiðinu að komast í næstu umferð," sagði Bruno.

Fernando Santos, þjálfari liðsins, var spurður út í markið en hann vildi ekki svara því hvor þeirra átti markið.

„Ronaldo átti frábæran leik eins og allt liðið. Þetta var frábær leikur, liðið spilaði mjög vel og annað skiptir engu máli fyrir mér," sagði Fernando Santos.