mið 30.nóv 2022
Byrjunarlið D-riðils: Mbappe, Griezmann og Giroud á franska bekknum
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, hvílir menn.
Andreas Skov Olsen.
Mynd: Getty Images

Það er gífurlega spennandi lokadagur D-riðils á HM í Katar í dag.

Danir þurfa á sigri að halda gegn Ástralíu og Andreas Skov Olsen snýr aftur í danska byrjunarliðið. Danska liðið spilar 4-3-3 með Martin Braithwaite fremstan.

Frakkar eru þegar öruggir með sæti í 16-liða úrslitum og tryggja sér toppsæti riðilsins með stigi gegn Túnis.

Kylian Mbappe er hvíldur en Didier Deschamps landsliðsþjálfari gerir níu breytingar. Antoine Griezmann og Olivier Giroud eru einnig á bekknum en það vekur athygli að Raphael Varane er ekki hvíldur.

15:00 Ástralía - Danmörk

Byrjunarlið Ástralía: Ryan, Degenek, Souttar, Rowles, Aziz Behich, Leckie, Irvine, Mooy, Goodwin, Duke, McGree

Byrjunarlið Danmerkur: Schmeichel, Andersen, Christensen, Maehle, Kristensen, Hojbjerg, Eriksen, Jensen, Skov Olsen, Lindström, Braithwaite

15:00 Túnis - Frakkland

Byrjunarlið Túnis: Dahmen, Kechrida, Talbi, Meriah, Ghandri, Maaloul, Skhiri, Laïdouni, Ben Romdhane, Ben Slimane, Khazri.

Byrjunarlið Frakklands: Mandanda, Disasi, Konaté, Varane, Camavinga, Fofana, Tchouaméni, Veretout, Guendouzi, Coman, Kolo Muani.Hvað þurfa liðin að gera til að komast í 16-liða úrslit?

D-riðill:

Frakkland hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Heimsmeistararnir tryggja sér sigur í riðlinum með sigri eða jafntefli gegn Túnis, eða ef Ástralía vinnur ekki Danmörku.

Ástralía kemst áfram ef liðið vinnur Danmörku. Jafntefli dugir liðinu ef Túnis vinnur ekki Frakkland.

Danmörk verður að vinna leikinn. Ef Danmörk og Túnis vinna mun markatala ráða úrslitum.

Túnis verður að vinna heimsmeistarana. Túnis getur ekki komist áfram ef Ástralía vinnur Danmörku.