fim 01.des 2022
Emilía Ingvadóttir í Fram (Staðfest)

Emilía Ingvadóttir er alfarið gengin til liðs við Fram frá KR. Hún gerir tveggja ára samning við félagið.



Emilía er tvítugur miðvörður en húnvar á láni hjá Fram í sumar frá KR og spilaði 15 af 16 deildarleikjum liðsins í 2. deildinni og skoraði eitt mark.

Fram vann 2. deildina í sumar og tryggði sér þar með sæti í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

Hún byrjaði ferilinn hjá Fram mjög sterkt þar sem hún var valin best í sínum fyrsta leik þegar liðið tapaði gegn Víkingi í Mjólkurbikarnum.

„Við erum virkilega ánægð að fá Emilíu alfarið til liðs við félagið og hlökkum til að hafa hana með okkur í Lengjudeildinni á næsta tímabili," segir í tilkynningu frá félaginu.