fim 01.des 2022
[email protected]
HM búið hjá Nuno Mendes - Frá í tvo mánuði
Fabrizio Romano greindi frá því á Twitter að Nuno Mendes muni ekki spila meira á HM eftir að hafa meiðst í leik Portúgal gegn Úrúgvæ á mánudaginn.
Mendes meiddist á læri og mun verða frá næstu tvo mánuðina samkvæmt Romano. Hann segir að leikmaðurinn muni þó vera áfram í Katar en læknateymi frá PSG muni fara þangað og kíkja á hann. Mendes fór af velli eftir 42 mínútna leik í 2. umferð en hann kom ekkert við sögu í fyrstu umferðinni í 3-2 sigri gegn Gana. Hann er aðeinst tvítugur og á 18 leiki að baki með portúgalska landsliðinu.
|