fim 01.des 2022
Ronaldo æfði ekki með liðinu í gær

Cristiano Ronaldo leikmaður portúgalska landsliðsins æfði ekki með liðinu í gær í undirbúningnum fyrir síðasta leik riðilsins gegn Suður Kóreu á morgun.

Liðið tryggir sér toppsætið í riðlinum ef liðið tapar ekki gegn Suður Kóreu.



Þá eru Otavio, Danilo Pereira og Nuno Mendes allir frá vegna meiðsla en eins og greint hefur verið frá mun Mendes ekki spila meira á HM.

Það er gert ráð fyrir því að Ronaldo muni hvíla á morgun en hann æfði í rólegheitum einsamall.