fim 01.des 2022
[email protected]
Rafnar Máni í Þór (Staðfest)
 |
Rafnar í leik með Völsungi á liðnu tímabili. |
Þórsarar hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Lengjudeildinni næsta sumar. Í dag var Húsvíkingurinn Rafnar Máni Gunnarsson kynntur sem nýr leikmaður félagsins.
Rafnar er tvítugur, kemur frá uppeldisfélagi sínu Völsungi og skrifar undir samning til ársins 2025.
„Rafnar er fjölhæfur leikmaður sem skoraði 4 mörk í 19 leikjum fyrir Völsung í 2.deildinni á síðasta tímabili. Þrátt fyrir ungan aldur býr Rafnar yfir töluverðri meistaraflokksreynslu en hann hefur leikið 100 leiki fyrir meistaraflokk Völsungs," segir í tilkynningu Þórs.
Rafnar er annar leikmaðurinn sem Þór nælir í frá því síðasta tímabil hófst. Áður hafði Valdimar Daði Sævarsson skrifað undir samning við félagið.
Þór endaði í sjöunda sæti deildarinnar á liðnu tímabili. Það var fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Þorláks Árnasonar.
|