fim 01.des 2022
Ágúst Hlyns fer í Breiðablik
Ágúst Eðvald Hlynsson mun ganga til liðs við Breiðablik í dag en Arnar Laufdal, fréttamaður Fótbolta.net, greinir frá þessu á Twitter í dag.

Ágúst er 22 ára miðjumaður sem var samningsbundinn Horsens fram á sumarið 2024, en félagið var tilbúið að leyfa honum að fara annað.

Hann lék á lánssamningi hjá Val á liðnu tímabili og félagið vildi fá hann alfarið til félagsins. Valið hjá Ágústi stóð milli Vals og Breiðabliks og var ákvörðunin erfið samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Ágúst er uppalinn hjá Breiðabliki en hann fór ungur að árum til Norwich. Hann sneri svo aftur til Íslands og spilaði með Víkingum. Þaðan fór hann til Danmerkur, en hann hefur einnig leikið með FH hér á Íslandi.

Hann á 35 leiki fyrir yngri landslið Íslands.