fim 01.des 2022
Jasmín Erla spáir í Japan - Spánn
Jasmín Erla Ingadóttir.
Það er ekkert lið komið áfram í E-riðlinum fyrir leiki kvöldsins í þeim riðli. Það eru tveir síðustu leikirnir í riðlinum.

Japan og Spánn eigast við, en fyrir leikinn eru Spánverjarnir á toppi riðilsins með fjögur stig. Japan er með þrjú stig.

Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður Stjörnunnar, spáir í leikinn á milli Spánar og Japan.

Japan 1 - 3 Spánn
Ég er mjög spennt fyrir þessum leik enda mikið undir. Ég held að það verði mikill hraði í þessum leik, mikið um færi og flottan fótbolta.

Það er fátt betra en að horfa á Spánverja spila þegar þeir eru á sínum degi og ég held að þetta sé þeirra dagur. Hef alltaf haldið lúmskt með þeim svo ég spái þeim 3-1 sigri í dag.