fim 01.des 2022
[email protected]
Fyrsta sjálfsmark HM var 100. mark mótsins
 |
Youssef En Nesyri. |
Það er hálfleikur í lokaumferð F-riðils. Staðan er markalaus í leik Króatíu og Belgíu en Marokkó er 2-1 yfir gegn Kanada.
Hakim Ziyech kom Marokkó yfir, hann kláraði frábærlega eftir skelfileg mistök Milan Borjan markvarðar Kanada sem sendi boltann beint á hann.
Youssef En-Nesyri tvöfaldaði forystu Marokkó en Kanada náði að minnka muninn. Það mark var reyndar sjálfsmark frá Nayef Aguerd, varnarmanni Marokkó.
Aguerd á því heiðurinn af fyrsta sjálfsmark heimsmeistaramótsins í Katar en markið var jafnframt 100. mark mótsins.
En-Nesyri kom boltanum aftur í markið í uppbótartíma en markið taldi ekki, þar sem um rangstöðu var að ræða.
Svona er staðan í riðlinum eins og staðan er: Marokkó 7 stig, Króatía 5 stig, Belgía 4 stig, Kanada 0 stig.
|