fim 01.des 2022
Sjáðu færin: Ótrúleg tölfræði hjá Lukaku - „Greyið maðurinn"
Romelu Lukaku.
„Greyið maðurinn, maður finnur til með honum," sagði Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, á RÚV er hann talaði um Romelu Lukaku, sóknarmann Belgíu, eftir markalaust jafntefli Belga gegn Króatíu á HM.

Lukaku er að stíga upp úr meiðslum en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik í dag og freistaði þess að hjálpa Belgum að komast áfram í 16-liða úrslit.

Lukaku óð í færum en boltinn vildi ekki inn hjá honum. Hann endaði einn og sér með 1,67 í xG sem er gríðarlega há tölfræði fyrir einn leikmann.

'Expected goals' er tölfræði sem sýnir fram á það hversu líklegt lið er að skori miðað við tækifæri.

Belgar, sem eru næstbesta lið í heiminum samkvæmt styrkleikalista FIFA, eru á leið heim í riðlakeppninni. Liðið þurfti að vinna í dag og kemur Lukaku því ekki til með að sofa mikið í nótt.