fös 02.des 2022
[email protected]
Sindri Sverris spáir í Serbía - Sviss
 |
Sindri Sverrisson. |
Það verður hörkuleikur milli Serbíu og Sviss í lokaumferð E-riðils klukkan 19:00.
Serbar eru tveimur stigum á eftir Svisslendingum og verða að vinna til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Serbía hefur aldrei komist í útsláttarkeppni HM.
Sviss þarf aðeins jafntefli, ef Kamerún vinnur ekki Brasilíu.
Sindri Sverrisson, íþróttafréttamaður hjá Sýn, er spámaður fyrir þennan hörkuleik sem framundan er.
Serbía 1 - 1 Sviss Ég dró Sviss í HM-veðmáli í vinnunni svo það gæti mögulega litað aðeins skoðun mína en ég er einhvern veginn sannfærður um að Svisslendingar muni gera nóg til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Þeir eru líka ekkert að vesenast í að halda framhjá hver öðrum. Þetta verður kannski ekkert voðalega fallegt en spennandi. Tippa á 1-1 jafntefli þar sem Akanji nær einhvern veginn að troða inn marki og Mitrovic skorar auðvitað fyrir Serba.
HM: G-riðill 19:00 Serbía - Sviss
19:00 Kamerún - Brasilía
|