fim 01.des 2022
Byrjunarliðin í E-riðli: Fimm breytingar hjá Spánverjum
Alvaro Morata
Leroy Sane
Mynd: Getty Images

Byrjunarliðin í lokaumferð E-riðils eru komin í hús. Leikirnir hefjast kl 19 en það er allt galopið í þessum riðli.Það eru fimm breytingar á spænska liðinu, þar af þrjár í vörninni. Azpilicueta, Pau Torres og Balde koma inn fyrir Carvajal, Laporte og Alba.

Nico Williams og Morata koma inn fyrir Ferran Torres og Marco Asensio í sóknina.

Leroy Sane kemur inn í lið Þýskalands í stað Kehrer.

19:00 Kosta Ríka - Þýskaland

Kosta Ríka: Navas, Vargas, Fuller, Duarte, Oviedo, Waston, Borges, Tejeda, Aguilera, Venegas, Campbell.

Þýskaland: Neuer, Raum, Rudiger, Suele, Kimmich, Goretzka, Muller, Musiala, Gundogan, Sane, Gnabry.

19:00 Spánn - Japan

Spánn: Simon, Azpilicueta, Rodri, Pau Torres, Balde, Busquets, Gavi, Pedri, Williams, Morata, Olmo

Japan: Gonda, Taniguchi, Itakura, Nagatomo, Kubo, Morita, Ito, Kamada, Tanaka, Yoshida, Maeda


Hvað þurfa liðin að gera til að komast í 16-liða úrslit?

E-riðill:

Spánn þarf að minnsta kosti stig gegn Japan til að vera öruggt áfram. Spánn kemst áfram þrátt fyrir tap ef Kosta Ríka og Þýskaland gera jafntefli. Ef Spánn tapar og Þýskaland vinnur ræður markatalan úrslitum og þar eru Spánverjar með pálmann í höndunum.

Japan er öruggt áfram með sigri. Ef Japan og Spánn gera jafntefli er Japan bara öruggt áfram ef hinn leikurinn endar líka með jafntefli. Ef Japan gerir jafntefli en Kosta Ríka vinnur þá kemst japanska liðið ekki áfram. Ef Japan gerir jafnefli og Þýskaland vinnur þá ræður markatalan úrslitum.

Kosta Ríka er öruggt áfram með sigri. Ef Kosta Ríka gerir jafntefli kemst liðið áfram ef Spánn vinnur Japan. Ef báðir leikir enda með jafntefli mun Kosta Ríka sitja eftir.

Þýskaland verður að vinna til að eiga möguleika á því að komast áfram. Ef Þýskaland vinnur en Spánn tapar ráðast úrslit á markatölu og þar eru Spánverjar í bílstjórasætinu. Ef Þýskaland vinnur en Spánn gerir jafntefli við Japan þá ráðast úrslit á markatölu.