fim 01.des 2022
Spánn og Þýskaland komin yfir - Bæði lið á leið áfram

Þýskaland hefur náð forystunni gegn Kosta Ríka og Spánn náði forystunni gegn Japan aðeins tveimur mínútum síðar.Serge Gnabry kom Þjóðverjum yfir með skalla eftir fyrirgjöf frá David Raum. Spánverjar hermdu eftir því og Alvaro Morata skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Cesar Azpilicueta.

Japanir fengu gullið tækifæri til að ná forystunni fyrr í leiknum eftir skelfileg mistök í vörn Spánverja en skot Junya Ito fór framhjá markinu.

Eins og staðan er núna er Spánn áfram á toppnum og Þýskaland mun fylgja þeim í útsláttakeppnina.

Markið hjá Gnabry.

Markið hjá Morata