fim 01.des 2022
[email protected]
Neuer orðinn leikjahæsti markvörðurinn í sögu HM
Manuel Neuer markvörður þýska landsliðsins er að leika sinn 19. landsleik á HM en hann er í rammanum gegn Kosta Ríka þessa stundina.
Enginn markvörður hefur leikið jafnmarga leiki á HM en hann fór framúr landa sínum Sepp Maier og Brasilíumanninum Claudio Taffarel sem léku 18 leiki. Þetta er fjórða heimsmeistaramótið sem hann tekur þátt í en það fyrsta var árið 2010 í Suður Afríku. Þýskaland fór alla leið í undanúrslit þá en tapaði gegn Spánverjum. Liðið vann Úrúgvæ í leiknum um þriðja sætið. Í Brasilíu fjórum árum síðar stóðu Þjóðverjar uppi sem sigurvegarar. Þessi 36 ára gamli markvörður hefur leikið 116 landsleiki á ferlinum.
|